Nýi rafbíllinn Citroën ë-C4 X verður frumsýndur hjá Brimborg næstkomandi laugardag kl. 12-16. Bíllinn er með allt að 360 km drægni.

Útlit bílsins vekur eftirtekt fyrir nýstárlegar línur en hann prýða svokallaðar „fastback“ línur sportbíls að aftan sem er fersk nálgun á bíl sem er stór og hár frá götu eins og Citroën ë-C4 X. Bíllinn er með góða veghæð eða 15,6 cm. Hann inniheldur snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun.

Citroën ë-C4 X er sjálfskiptur, 136 hestafla rafbíll með hljóðlátri rafmagnsvél og 50 kWh drifrafhlöðu.