Nýr Toyota Yaris Hybrid verður frumsýndur næstkomandi laugardag 6. apríl hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota. Bíllinn hefur fengið nýja andlitslyftingu og hefur tekið nokkrum breytingum sem hafa heppnast vel.

Yaris hefur síðasta aldarfjórðunginn notið almennra vinsælda enda býður þessi netti bíll upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Toyota Yaris Hybrid fæst nú með 130 hestafla vél, og fimmtu kynslóð af Hybrid-kerfi sem skilar betri orkunýtingu og minni útblæstri.

Hybrid vélin skilar meiri afköstum en áður og bíllinn er bæði með fleiri hestöfl en forverinn og er nú sekúndu fljótari úr kyrrstöðu í hundraðið eða á 9,2 sekúndum. Bíllinn er með nýjum sambyggðum gírkassa og drifi.

Nýr Yaris er búinn nýju margmiðlunarkerfi með 10,5 tommu skjá. Bíllinn er einnig með nýjustu útgáfu af Toyota Safety Sense sem býður upp á meira öryggi og fjölhæfari akstursaðstoð.

Opið er á laugardaginn hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi frá kl. 12 – 16.