Árið 2026 mun Honda setja á markað nýja rafbílalínu, Honda 0-línuna. Nýtt H-merki hefur einnig verið kynnt sem undirstrikar áherslu Honda á næstu kynslóð rafbíla. Honda 0-línan er þróuð út frá nýrri nálgun, undir einkunnarorðunum „Thin, Light, and Wise“ (rennilegur, léttur og hugvitssamlegur).

Honda 0-línan rafbílalínan endurspeglar þær miklu breytingar sem Honda er að ganga í gegnum með alþjóðlegum slagorðum sínum og rafvæðingarstefnu. Heiti línunnar kjarnar áherslu Honda á að takast á við þá áskorun að þróa nýja rafbílalínu með því að leita aftur til upphafs Honda sem bílaframleiðanda og skapa algerlega nýjan rafbíl frá núlli. Árið 2026 setur Honda fyrstu Honda 0-gerðina á markað á alþjóðavísu, fyrst í Norður-Ameríku, því næst í Japan, svo Asíu, Evrópu, Afríku, Mið-Austurlöndum og SuðurAmeríku.

Honda Saloon er sportlegur í hönnun.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Saloon og Space-Hub fyrstir á markað

Fyrstu bílarnir í 0 línu Honda eru Saloon og Space-Hub. Saloon er lykilgerð Honda 0-línunnar og raunar birtingarmynd „Thin, Light, and Wise“- nálgunarinnar. Sérhannað rafbílabyggingarlagið eykur frelsi í hönnun. Lág staða og sportlegur stíll einkennir Saloon og innanrými sem er rúmmeira en fólk getur ímyndað sér miðað við ytra útlit. Enn fremur býður mælaborðið upp á fágað og samfellt notendaviðmót sem tryggir einfalda notkun. Saloon býður upp á skemmtilega og hrífandi akstursupplifun með góðri yfirsýn og einföldum stjórntækjum.

Saloon er ætlað að veita ökumanninum fullkomna stjórn við fjölbreyttar aðstæður með notkun rafræns stýris og enn frekari tækninýjungum. Með notkun sjálfbærra efna í innanrými og á ytra byrði er enn fremur verið að þróa Saloon sem einstakan bíl í samhljómi við notendur og hið náttúrulega umhverfi.

Space-Hub er þróaður í takt við sameiginlega hönnunarstefnu Honda 0-línunnar, samkvæmt þemanu að auka getu fólks í hinu daglega amstri. Rúmgott farþegarými og góð yfirsýn sem og sveigjanlegt rými sem veitir notendum frelsi til athafna og skapar miðstöð sem tengir fólk hvert við annað.

Space-Hub er framúrstefnulegur eins og nafnið gefur til kynna.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.