Sportjepplingurinn #3 kemur nýr inn í vörulínu smart og í flokk lúxusrafbíla en sportlegar sveigjur og kraftmikill framhluti bílsins veita honum tímalaust og fágað yfirbragð. Sportlegt útlit bílsins er einnig endurspeglað í miklum afköstum og er hámarksafl frá 315 kW í BRABUS-línunni til 200 kW í hinum línunum, afl sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.

Hvað varðar hröðun eru afköst smart #3 jafnvel enn sportlegri en #1 en í BRABUS-útfærslunni fer hann úr úr kyrrstöðu í hundraðið á litlum 3,7 sekúndum. Pro+, sem grunnútfærslulínan, er aðeins 5,8 sekúndur úr 0-100 km/klst.

Heildardrægni smart #3 er einnig meiri en #1 eða milli 435 og 455 km. Fínstillt fjöðrunarkerfi og 2785 mm hjólhaf, ásamt mjög straumlínulagaðri yfirbyggingu með loftviðnámsstuðul upp á aðeins 0,27 skila kraftmikilli akstursupplifun.

Mikil áhersla er á snurðulausa akstursupplifun með fyrsta flokks hugbúnaði og þráðlausum uppfærslum. Skilvirk jafnstraumshleðslutækni upp á allt að 150 kW/klst býður upp á hleðslu smart #3 úr 10 í 80 prósent á innan við 30 mínútum. smart #3 er snjall ferðafélagi í daglegu lífi og styður ökumanninn með notendavænu akstursvistkerfi. Þar á meðal eru ýmis kerfi sem eru hluti af Pilot Assist-kerfi smart, svo sem þjóðvegaaðstoð (HWA) og sjálfvirk bílastæðaaðstoð (APA).

#3 er einnig búinn Android Auto og Apple CarPlay sem gerir ökumönnum kleift að færa snjallsímaeiginleika og -forrit á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.

„Þetta er í raun einstakur bíll sem veitir frábæra upplifun frá fyrsta augnabliki. Hann er byggður á sama undirvagni og #1 en er þó töluvert snarpari og sportlegri. smart hefur tekist að gera bíl sem hefur enn minni loftmótstöðu, enn meiri drægni og stendur undir öllum þeim eiginleikum sem ökumenn mega búast við frá sportbíl í lúxusflokki,“ sagði Símon Orri Sævarsson, sölustjóri smart á Íslandi.