Magnús Magnús­son hefur tekið við stöðu að­stoðar­for­stjóra Haga, en um nýtt hlut­verk innan sam­stæðu Haga er að ræða, sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu.

Magnús hefur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra stefnu­mótunar og rekstrar frá því snemma árs 2021, en mun nú á­samt því einnig taka að sér hlut­verk að­stoðar­for­stjóra.

Á næstu mánuðum mun hann á­samt öðrum taka að sér það verk­efni að setja á lag­girnar nýtt svið Við­skipta­þróunar, sem sam­kvæmt til­kynningu sé í sam­ræmi við á­ætlanir Haga um að leggja aukna á­herslu á nýja tekju­strauma.

„Rekstur Haga hefur gengið vel á undan­förnum árum, þar sem á­hersla hefur verið lögð á að styrkja helstu rekstrar­einingar í oft ögrandi rekstrar­um­hverfi. Við munum á næstu misserum halda á­fram að styrkja nú­verandi stoðir í rekstri Haga, en því til við­bótar munum við hér eftir leggja aukna á­herslu á við­skipta­þróun sem lykil­þátt í okkar starfi. Þetta þýðir að við munum í frekara mæli horfa til nýrra tæki­færa, bæði þeirra sem tengjast beint okkar starf­semi, verslun með mat­vöru og elds­neyti, en einnig til nýrra tekju­strauma eða stoða til við­bótar við okkar kjarna­starf­semi í dag,“ segir Finnur Odds­son, for­stjóri Haga.