Framleiðsla mjólkur í nóvember nam 9.176.095 lítrum og var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra.

Síðustu tólf mánuði var heildarframleiðsla 125.532.690 lítrar, 0,8% meiri en næstu tólf mánuði á undan.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins .

Þar kemur fram að sala mjólkur á fitugrunni í nóvember var 8,7 millj. lítra 10,35% minna en í fyrra en 8,5 millj. lítra á próteingrunni og nam samdráttur 14,9% frá nóvember 2007.

Síðastliðna tólf mánuði er hins vegar söluaukning, 1,67% á próteingrunni (116,7 millj. lítra) og 3,52% á fitugrunni (111,9 millj. lítra)