Hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á fyrri helmingi ársins og nam hann 130,7 millj. kr. að teknu tilliti til skatta. Veltufé frá rekstri nam 128,8 millj. kr. Heildareignir félagsins nema 2.638 millj. kr. og skuldir 428 millj. kr. Bókfært eigið fé er því 2.210 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%. Kaldbakur hf. hefur tekið að sér að greiða langtímaskuldir félagsins að eftirstöðvum 207,8 millj. kr. í lok tímabilsins, þar af eru 85,9 millj. kr. færðar sem næsta árs afborganir meðal skammtímaskulda.

Í reikningum félagsins er því myndaður mótreikningur við umræddar langtímaskuldir á meðal langtíma- og skammtímakrafna, sem sýnir þá kröfu sem félagið á á hendur Kaldbaki hf.

Kaupfélagið á hluti í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki hf. að nafnverði kr. 473.946.912 eða 27,02% hlut og nemur bókfært verð hlutarins kr. 1.244.112.435. Markaðsvirði eignarhlutans í Kaldbaki var í lok tímabilsins 2.026,1 millj. kr. hærra en bókfært verð hans.

Kaupfélagið á 170 millj. kr. hlut í Norðlenska matborðinu ehf. eða 42,5% og er hluturinn bókfærður á nafnverði. Innra virði hlutabréfa Kaupfélagsins í Norðlenska matborðinu var 97,3 millj. kr. lægra en bókfært verð þeirra í lok tímabilsins.

Félagið hefur gefið út skuldabréf sem skráð eru í Kauphöll Íslands og er þessi fréttatilkynning gefin út í samræmi við reglur um upplýsingaskyldu útgefenda skráðra skuldabréfa.