*

sunnudagur, 29. mars 2020
Innlent 10. febrúar 2020 08:58

219 milljóna hagnaður Cabin

Rekstrartekjur Cabin ehf. námu rúmlega 2,5 milljörðum árið 2018 og jukust um 305 milljónir.

Ritstjórn
Hótel Örk í Hveragerði.
Aðsend mynd

Félagið Cabin ehf., sem m.a. á og rekur hótelin Hótel Cabin í Borgartúni, Hótel Klett í Mjölnisholti  og Hótel Örk í Hveragerði, hagnaðist um 219 milljónir árið 2018 og jókst hagnaðurinn um 42 milljónir frá árinu á undan. Rekstrartekjur námu rúmlega 2,5 milljörðum króna og jukust um 305 milljónir króna frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu tæplega 2,3 milljörðum og jukust um tæplega 260 milljónir.

Eignir félagsins í árslok 2018 námu 737 milljónum króna í lok árs 2018, eigið fé nam 455 milljónum og skuldir 282 milljónum. Laun og launatengd gjöld námu 864 milljónum króna en 142 starfsmenn störfuðu að meðaltali hjá félaginu árið 2018. Jóhann Sigurðsson er framkvæmdastjóri félagsins, en hann á jafnframt 50 prósenta hlut í því. Hin 50 prósentin eru í eigu Sigurðar G. Jóhannssona