Bandaríska hagkerfið óx um 2,4% á ársgrundvelli á fyrsta fjórðungi þessa árs og er það eilítið minni hagvöxtur en hagfræðingar höfðu spáð. Hópur hagfræðinga, sem Bloomberg fréttastofan ræddi við, spáðu að meðaltali 2,5% hagvexti á tímabilinu.

Hægari birgðauppbygging og samdráttur í opinberum útgjöldum vógu á móti mestu aukningu einkaneyslu á einum fjórðungi frá árslokum 2010.

Í frétt Bloomberg að hækkandi fasteigna- og hlutabréfaverð séu að gera fólki kleyft að halda áfram að auka einkaneyslu þrátt fyrir hærri tekjuskatta.

Einkaneysla jókst um 3,4% á fjórðungnum og er það meiri aukning en meðaltalsspá hagfræðinganna gerði ráð fyrir.