Ferðaþjónusta á Íslandi þarfnast meiri sérfræðimenntunar að mati Samtaka atvinnulífsins. Gott svigrúm sé til að auka fagmennsku í greininni en um 30 til 40% starfsmanna eru ófaglærðir og hlutfallið er hæst innan veitingastarfseminnar.

Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins um tillögur til uppfærslu á Íslandi. Til að fleiri vilji mennta sig og sækjast eftir störfum við ferðaþjónustu þurfi fólk að sjá fyrir sér framtíð, frama og uppbyggingu innan greinarinnar.