*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 27. nóvember 2020 12:06

35 sagt upp í fjármálafyrirtæki

Hópuppsögn sem nær til 35 manns kom inn á borð til Vinnumálastofnunar. Fyrsta hópuppsögnin í mánuðinum.

Ritstjórn
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Haraldur Jónasson

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hefur staðfest að ein hópuppsögn sem nái til 35 manns hjá fyrirtæki í fjármálageiranum hafi komið inn á borð Vinnumálastofnunar, að því er Vísir greinir frá.

Þetta er fyrsta hópuppsögnin sem stofnunin hefur fengið tilkynnt um í mánuðinum, en hún segir ekki útilokað að fleiri slíkar berist fyrir mánaðamót, annað hvort síðar í dag, eða á mánudag, sem er síðasti dagur mánaðarins.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðasta mánuði misstu samtals 8.477 manns störf sín í 134 hópuppsögnum frá 20. janúar til 20. september, sem gerir um 4% af vinnuafli þjóðarinnar.