Atvinnuleysi í Svíþjóð í desember mældist 4,6% sem var í takt við væntingar.

Spár fimm hagfræðinga, sem DowJones fréttaveitan leitaði upplýsinga hjá, höfðu gert ráð fyrir að atvinnuleysi myndi mælast á bilinu 4,3% til 4,9%.

Að mati hagfræðinganna er ólíklegt að atvinnuleysi muni hækka að ráði á næstunni, sökum þess að vinnumarkaðurinn í Svíþjóð hefur batnað.