Klasi fasteignir lauk við 5,7 milljarða útgáfu eignavarinna skuldabréfa fyrir skömmu. Útgáfan er verðtryggð til 30 ára, ber 4,2% vexti og er varin með fasteignasafni Klasa fasteigna. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Útgáfan er gerð í gegnum fagfjárfestasjóðinn KLS sem er í rekstri Stefnis hf.

Klasi hefur með þessu lokið endurfjármögnun á tekjuberandi eignasafni sínu sem samanstendur af um 28.500 fermetrum af atvinnuhúsnæði að virði um 8,3 milljarða króna. Auk þess hefur Klasi fjárfest í fasteignum og lóðum til þróunar sem samhliða endurfjármögnun hafa verið seldar til systurfélaga Klasa fasteigna ehf.