Tillaga um að óskað verði eftir ‏því við Nasdaq Iceland að hlutabréf Origo verði tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar var sam‏þykkt með 94,3% atkvæða á aðalfundi upplýsingatæknifyrirtækisins í gær.

Framtakssjóðurinn Umbreyting II í stýringu hjá Alfa Framtaki lauk nýlega yfirtökutilboði í Origo með það fyrir augum að afskrá félagið og gera breytingar á rekstrinum. Sjóðurinn á nú 63% hlut í Origo.

Yfirtökutilboðið kom í kjölfar þess að Origo seldi allan eignarhlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo og greiddi söluandvirðið að mestu út til hluthafa, alls um 24 milljarða króna.