Úrvalsvísitalan[ OMXI15 ] hefur hækkað um 0,64% og er 4.863 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,3 milljörðum króna.

Breska vísitalan FTSE100 hefur lækkað um 0,8%, danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,6%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,3% og sænska vísitalan hefur lækkað um 1,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 1,5%  en bankinn tilkynnti í dag um að hafa tryggt sér langtímafjármögnun upp á 1,3 milljarð evra eða um 111 milljarð íslenskra króna,Glitnir [ GLB ] hefur hækkað um 0,38% og Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ]hefur hækkað um  0,33%.

Century Aluminium [ CENX ] hefur lækkað um 1,5%, Eimskip [ HFEIM ] og Straumur [ STRB ]  hafa lækkað um  0,7%, Bakkavör Group [ BAKK ] um 0,5% og Össur [ OSSR ] um 0,43%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,3 og er 130,1 stig.