Bókin Það sem mér ber eftir Anne Holt er á toppi metsölulista bókaverslana á tímabilinu 19. júlí til 2. ágúst. Í öðru sæti er bók Þorbjargar Marínósdóttur, Makalaus, og í því þriðja situr Vegahandbókin 2010.

Það sem af er ári er Rannsóknarskýrsla Alþingis efst á metsölulistanum yfir uppsafnaða sölu. Póstkortamorðin eftir Liza Marklund og James Patterson situr í öðru sæti. Í því þriðja er bókin Góða nótt, yndið mitt eftir Dorothy Koomson.

Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.