Áætlunarferðir frá Keflavík voru 34 í maí en höfðu verið 27 í maí í fyrra að meðaltali. Alls voru ferðirnar 1055 í maí síðastliðnum. Skiptust ferðirnar á milli 12 flugfélaga en leiguflug á vegum ferðaskrifstofa er ekki tekið með í reikninginn.

„Sem fyrr stendur Icelandair undir bróðurpartinum af ferðunum eða rúmlega sjö af hverjum tíu. Hlutdeild félagsins var 79 prósent í maí í fyrra og hefur því lækkað um tíund á milli ára. Þó ber að hafa í huga að vegna verkfalls flugmanna Icelandair var fjöldi ferða felldur niður og það hefur áhrif hlut félagsins. WOW air hefur hins vegar nærri tvöfaldað umsvif sín frá því í maí á síðasta ári,“ segir í frétt á vef Túrista af málinu.

Vægi flugfélaganna í maí 2014:

  1. Icelandair: 72,5%
  2. Wow Air: 12,3%
  3. Easy Jet: 6,3%
  4. SAS: 2,9%
  5. Norwegian: 2,1%
  6. Aðrir: 3,9%