Disneyland í Evrópu tapaði 120,9 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi rekstrarárs. Það jafngildir rúmum 19,6 milljörðum íslenskra króna.

Stjórnendur fyrirtækisins segja ástæðuna aukinn launakostnað auk yfirstandandi framkvæmda vegna 20 ára afmælis Disney í Evrópu. Gestum í skemmtigarðinum fækkaði einnig á tímabilinu sem má ætla að tengist slæmu efnahagsástandi í Evrópu. Sérstaklega fækkaði gestum frá Bretlandi og Ítalíu. Þeir sem þó komu eyddu hærri fjárhæðum en áður. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Stjórnendur segja reksturinn alla jafna betri á seinni hluta árs og vonast einnig eftir að dagskrá í tilefni tuttugasta afmælisársins auki aðsókn.