„Ég gat ekki gert börnunum það að sleppa fríinu,“ segir Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti í dag að Guðlaugur gæti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Af þeim sökum tók Sigríður Á Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sæti hans á Alþingi.

Guðlaugur segir í samtali fríið fyrir löngu komið á dagskrá og hafi hann ekki getað breytt áætlunum sínum.

Guðlaugur spókar sig í sólinni í nágrenni San Diego í S-Kaliforníu í Bandaríkjunum en fjölskylda hans hafði þar húsaskipti við aðra fjölskyldu. Guðlaugur snýr aftur eftir rúma viku og mun taka sæti á sumarþingi Alþingis. Hann býst við að sumarþingi vari lengi, jafnvel langt inn í júlí.