Sigrún Andrésdóttir segir að reynslan í Afganistan minni sig á hvað við höfum það ótrúlega gott á Íslandi. „Á götunum eru skólaus börn, betlandi konur, karlmenn sem hafa misst útlimi vegna jarðsprengja og byggingar sem eru að hruni komnar. Mér finnst líka sérstaklega erfitt að upplifa áhrif stríðsins á þjóðarsálina. Það lýsir sér þannig að Afganar eiga erfitt með að áætla framtíðina, það er mjög auðvelt að hræða þá til hlýðni og foreldrar eru óttaslegnir um framtíð barna sinna.“

Sigrún nýtur þó starfsins og dvalarinnar í Afganistan. „Ég kann að meta svo margt hérna, allt góða fólkið sem ég vinn með, að sjá breytingar og framfarir eiga sér stað, kynnast menningunni, horfa á Hindu Kush fjallgarðinn í hverjum degi, borða bestu „Pomengranates“ og möndlur í heimi. Í raun er skemmtilegast að kynnast fólkinu, landinu og menningunni sem er svo ólík því sem ég ólst upp við og takast á við verkefni sem eru ótrúlega erfið en á sama tíma ótrúlega gefandi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.