Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2014/2015. Í tilkynningu kemur fram að ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum. Heimilt verður að veiða 216 þúsund tonn af þorski, en ráðgjöfin hljóðaði upp á 218 þúsund tonn. Þá verður heimilt að veiða 30.400 tonn í ýsu sem er það sama og ráðgjöf hljóðaði upp á.

Mér finnst mikilvægt að viðhalda orðspori okkar meðal fiskveiðiþjóða og á markaðssvæðum sem sjálfbær nýtingarþjóð sem byggir ákvarðanir sínar á vísindum. Mér finnst einnig  mikilvægt að við tryggjum sem best gæði og getu til rannsókna. Því kalla ég eftir  samstarfi og samráði  vísindamanna og sjómanna því reynsla sjómanna stangast stundum á við niðurstöðu  vísindanna, “ segir Sigurður Ingi í tilkynningu.