Arion banki afskrifaði rúmlega 3.500 milljónir króna af skuldum eignarhaldsfélags sem var í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í fyrra. Félagið heitir Rauðsvík ehf. í dag en hét áður Vatn og land II ehf.

Þetta kemur fram í DV í dag. Fyrirtækið var fasteignafélag sem átti um 70 fasteignir í miðborg Reykjavíkur.