Álag á erlendar skuldir ríkissjóðs og fyrirtæki í eigu ríkisins hefur lækkað jafnt og þétt frá miðju ári og stendur það nú í 175 punktum. Það hefur ekki verið lægra síðan í byrjun sumars árið 2008.

Skuldatryggingarálagið stóð í rúmum 7,4 til 11 punktum árið 2007 en hækkaði í samræmi við erfiðari stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og var komið í 450 punkta í lok mars árið 2008. Þegar gömlu íslensku viðskiptabankarnir voru að fara á hliðina í október sama ár stóð álágið í 1.500 punktum. Það jafngilti því að greiða þurfti 15% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.

Áður en skuldatryggingarálagið tók að lækka um mitt þetta ár hafði það legið beggja vegna við 300 punkta, þ.e. 3%.