*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 13. febrúar 2016 10:10

Aldrei gert ráð fyrir hernum

Áætlanir Kadeco gera ekki ráð fyrir því að bandaríski herinn gæti viljað taka aftur yfir hluta af fasteignum varnarsvæðisins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski herinn hefur farið fram á 2,7 milljarða króna úr ríkissjóði Bandaríkjanna til að bæta gamalt flugskýli hersins á Keflavíkurflugvelli. Fréttir þessa efnis vöktu athygli í vikunni enda hermdu fyrstu fréttir af vefriti hersins að hann hygðist hafa tímabundna aðstöðu á Íslandi.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) fer með stóran hluta þeirra fasteigna sem áður hýstu herstöðina. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir að í áætlunum félagsins hafi aldrei verið gert ráð fyrir því að bandaríski herinn eða utanríkisráðuneytið fyrir hönd NATO gæti viljað taka aftur yfir þær eignir sem eru í umsýslu félagsins.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, býst ekki við því að framkvæmdir við flugskýlið breyti miklu fyrir bæinn en bendir á að verktakar fái væntanlega vinnu við að gera upp skýlið. „Allt sem skapar aukna atvinnu hér, tökum við fegins hendi,“ segir hann.

Stikkorð: Keflavík Ásbrú Varnarmál