„Maður hefur stundum fengið það á tilfinninguna að hópur af fólki telji þetta gerast á næstu misserum. En ég er ekki sannfærður. Það er útilokað hvenær þessum höftum mun sleppa,“ segir Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Hann var með erindi um samsetningu hlutabréfamarkaðarins og framtíðarhorfur á hádegisfundi VÍB, eignastýringarþjónstu Íslandsbanka í dag. Efni fundarins var fyrirhuguð skráning Eimskips á markað.

Kristján sagði mikil vandræði stafa af gjaldeyrishöftunum, þau geri lítið gagn og muni halda áfram að leka þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans sem eiga að fylla upp í glufurnar.

Kristján viðurkenndi að hann miði afnámi hafta við árið 2015 þótt hann teldi ólíklegt að þau verði horfin þegar árið verði á enda.

„Það má gera ráð fyrir því höftin leki út hægt og rólega, það er pottþétt mál,“ sagði hann.