Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með 538 atkvæði þegar 827 atkvæði hafa verið talin. Alls greiddu um þrjú þúsund manns í atkvæði í prófkjörinu. Talsverður munur er á milli Ármanns og næsta manns.

Margrét Friðriksdóttir er í öðru sæti með 327 atkvæði í 1-2. sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir er í þriðja sæti með 306 atkvæði í 1-3. sæti, Hjördís Ýr Johnson er í fjórða sæti með 363 atkvæði í 1-4. sæti og Guðmundur Gísli Geirdal er í fimmta sæti með 360 atkvæði í 1-5. sæti. Margrét Björnsdóttir með 419 atkvæði í 1-6. sæti.