Almari Guðmundssyni, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Samtökum iðnaðarins (SI) í tæplega þrjú ár, hefur verið sagt upp. Vísir greinir frá þessu og segir að stjórn SI hafi tekið þessa ákvörðun. Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins, staðfestir að Almar starfi ekki lengur hjá SI í samtali við Viðskiptablaðið.

Viðskiptablaðið hefur reynt að ná tali af Almari en það hefur ekki tekist. Almar var ráðinn framkvæmdastjóri hjá SI í ágúst árið 2014. Frá árinu 2009 og þar til hann var ráðinn til SI var hann framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.