Alvogen samþykkti i desember síðastliðnum að taka yfir 200 milljóna dala eign í Lotus Parmaceuticals. Eignin nemur 25 milljörðum króna. Alvogen mun eiga 67% hlut í Lotus.

Í dag tilkynntu Alvogen og Lotus svo að Lotus myndi nýta fé til þess að taka yfir rekstur Alvogen í Asíu. Þar á meðal er dreifingarréttur á tveimur háþróuðum lyfjum á markaði í Asíu.

Alvogen hefur að undanförnu verið að breiða út starfsemi sína í Bandaríkjunum, miðhluta og austurhluta Evrópu og Asíu. Vefurinn BusinessWire segir að með þessu muni Alvogen stækka en vonast sé til þess að bæði félögin njóti góðs af viðskiptunum.

Róbert Wessmann er forstjóri og stjórnarformaður Alvogen.