Fjárfestar kættust í Japan og Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,2% í nótt eftir að seðlabanki landsins greindi frá því að hann muni á næstu tveimur árum kaupa fleiri eignir og fleiri tegundir fjármálagerninga en áður. Tilgangurinn með uppkaupunum er að í blása lífi í efnahagslíf landsins og auka hagvöxt. Þá mun markmiðið að draga úr verðbólgu og koma henni niður að 2% verðbólgumarkmiðum seðlabankans, að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN.

Fréttastofan hefur eftir sérfræðingi í gjaldmiðlamálum hjá franska bankanum Societe Generale að boðaðar aðgerðir seðlabankans séu til fyrirmyndar. Bandaríski seðlabankinn hafi gripið til þessara ráða í gegnum tíðina og mætti evrópski seðlabankinn gera það líka til að slaka á skuldakreppunni á evrusvæðinu.