Breskir sjálfstæðissinnar (e. UK Independence Party) bættu verulega við sig í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi sem fram fóru fram á þriðjudag.

Samkvæmt fyrstu tölum eru Sjálfstæðissinnar með um 26% fylgi. Er það um 12% fylgisaukning en talning á flestum stöðum lýkur í dag.

Breski Íhaldsflokkurinn tapar nokkru fylgi og Verkamannaflokkurinn nær sér aðeins á strik eftir mesta tap í sögu flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2009.

Breskir sjálfstæðissinnar vilja að íbúar Bretlands fái að kjósa um hvort Bretland segi sig úr Evrópussambandinu eða ekki.