Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett kom hluthöfum Berkshire Hathaway á óvart í dag þegar hann tilkynnti um afsögn David Sokol. Hingað til hefur verið litið á Sokol sem mögulegan arftaka Buffett sem yfirmaður Berkshire Hathaway.

Á vef CNBC kemur fram að Sokol sagði af sér eftir að hann keypti hlutabréf í fyrirtæki og þrýst í kjölfarið  á Buffett að kaupa hlut í félaginu. Hann sagði einnig af sér sem stjórnarformaður MidAmerican Energy og NetJets.

Sokol keypti hlutabréf í Lubrizol í desember síðastliðnum, seldi þau aftur en keypti síðan fleiri bréf í janúar. Hann þrýsti síðan stöðugt á Buffett að kaupa hlut í Lubrizol. Berhshire fjárfesti nýlega fyrir 9 milljarða dala í félaginu.