Lengsta ferðin sem farin var á vegum fjármálaráðherra frá árinu 2004 var þegar Geir H. Haarde gegndi embættinu. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna.

Árið 2004 fór Geir í 17 daga ferð til að vera viðstaddur hátíðarhöld í Kanada og Bandaríkjunum auk þess sem fundað var með ræðismönnum. Þessi ferð stendur upp úr hvað lengd varðar en næst á eftir koma tvær átta daga ferðir. Annars vegar þegar Geir fór á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasílíu árið 2004 og hins vegar þegar Árni M. Mathiesen fór í opinbera heimsókn til Indlands árið 2007. Ferðin til Indlands er jafnframt sú dýrasta sem farin hefur verið á undanförnum áratug en hún kostaði tæplega 3,5 milljónir króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .