Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir í samtali við Viðskiptablaðið, sem kom út í dag, að aðgerðir Breta síðasta haust hafi ekki verið heiðarlegar og þeim hafi verið ætlað að tryggja að íslensku bankarnir yrðu ekki hluti af breska björgunarpakkanum sem þá var verið að ganga frá fyrir bankastofnanir í Bretlandi.

,,Ég held að tilgangurinn hafi verið sá að gera einhverjar ráðstafanir gagnvart íslensku bönkunum til að tryggja það að þeir yrðu ekki hluti af breska björgunarpakkanum. Þeir fóru inn í Singer & Friedlander, breskan banka þótt hann væri í eigu Íslandinga, nokkrum mínútum áður en þeir kynna pakkann. Landsbankinn var íslenskur banki og það verður að gera greinarmun á bönkunum. Ég hafði sagt við menn að þeir gætu beitt allskonar aðferðum í sambandi við Icesave til að ná þessum fjármunum af okkur, meira að segja þessari hryðjuverkalöggjöf. Þótt ég tryði því ekki að þeir myndu gera þetta," segir Árni í samtalinu.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.