Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson
© BIG (VB MYND/BIG)

Hagamelur ehf. sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar hefur selt 77 milljóni hluta í Högum. Gengi bréfa félagsins er 42 og miðað við það er markaðsverðmæti hlutarins sem þeir seldu um 3,2 milljarðar króna.

Þeir Árni og Hallbjörn selja hlutinn á um það bil fjórfalt hærra verði en þeir keyptu hann á.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti tæplega helming þess hlutar sem Hagamelur seldi, eða um 37 milljónir hluta.

Eins og fram kom á VB.is fyrr í dag hefur gríðarlega mikil velta verið með bréf í Högum eða um 4,9 milljarða króna velta í dag.

Eftir viðskiptin á Hagamelur um 18,7 milljónir króna í Högum að nafnvirði, en markaðsvirði hlutarins er um 784 milljónir króna.