Ársæll Valfells.
Ársæll Valfells.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hefur vikið tímabundið úr stjórn Íslandssjóða á meðan lögreglurannsókn á leka á gögnum frá Landsbankanum til DV stendur yfir. Íslandssjóðir reka verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og er félagið dótturfélag Íslandsbanka. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ársæll kom gögnum sem honum voru send fyrir tilstilli Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, til DV. Hann segist ekki hafa vitað að þar hafi verið trúnaðarupplýsingar um Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.

Pressan hafði eftir Ársæli um málið í síðustu viku að hann hafi sjálfur átt frumkvæðið að því að víkja úr stjórninni.