Ásgeir Runólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Páls. Hann tekur við af Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem hefur ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Ásgeir er fæddur árið 1983. Hann hefur lokið B.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka meistaranámi í hagfræði við sama skóla. Hann starfaði nú síðast hjá Capacent sem fjármála- og hagfræðiráðgjafi. Þar áður starfaði hann hjá Landsbankanum við greiningar á fasteignamarkaði og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ.

Ásgeir hefur víðtæka reynslu úr félagsstörfum. Hann var formaður Félags framhaldsskólanema, oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ og einn af aðstandendum Vefritsins.