Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 0,4% og lauk í 17.310,44. Fjárfestar leystu út hagnað í tæknifyrirtækjum á borð við Tokyo Electron og Nikon og bankar lækkuðu í kjölfar ákvörðunar seðlabankans í Japan um að halda stýrivöxtum óbreyttum, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar spá því að vísitalan muni hækka og ná hámarki ársins 2006, sem var 17.563, fyrir næsta stýrivaxtaákvörðunar dag, sem er 20. febrúarar.

Til viðbótar við að fjárfestar innleystu hagnað í tæknifyrirtækjum, þá höfðu veikar afkomuspár tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum áhrif til lækkunar: Advantest lækkaði um 3,5%, Tokyo Electron um 2,5%, Fujitsu um 2,1%, Nikon um 3% og Toshiba um 1,5%.

Mitsubishi UFJ Financial Group lækkaði um 1,3%, Mizuho Financial Group um 0,7% og Resona Holdings um 0,6%.