Landsbankinn hagnaðist um 14,9 milljarða á fyrri hluta ársins og var arðsemi eigin fjár 12,8%. Á sama tímabili í fyrra var arðsemin 13,5%. Eigið fá bankans nam í lok júní 236 milljörðum og hafði þá lækkað um 2,3% frá áramótum.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir það vera áskorun að viðhalda arðsemi bankans.

VB Sjónvarp ræddi við Steinþór.