Í fyrsta sinn í tíu ára sögu tölvuleiks CCP, EVE Online, fer tala áskrifenda í yfir hálfa milljón. Í tilkynningu frá CCP kemur fram að áskrifendur eru nú rúmlega 500.000 talsins. Áskriftarmetið kemur í kjölfar nýrrar viðbótar við leikinn, Retribution, sem CCP gaf út í desember og útgáfu EVE í Kína þennan sama mánuð. Retribution er átjánda viðbótin sem CCP gefur út fyrir EVE Online og er sú best heppnaðasta hvað aukningu áskrifenda varðar, að því er segir í tilkynningunni.

EVE Online kom út í maí árið 2003 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Ætlunin er að halda upp tímamótin með margvíslegum hætti á árinu og mun EVE Fanfest hátíðin í Reykjavík þar skipa veigamikinn sess. Hátíðin fer að þessu sinni fer fram í Hörpu dagana 25.-27. apríl.