Atlantsolía og N1 voru með hæstu styrkina til stjórnmálaflokka á árinu 2009. Atlantsolía styrkti þrjá flokka og varði til þess 900 þúsund krónum á meðan N1 styrkti fjóra flokka og varði til þess 750 þúsund krónum.

Þetta kemur fram í ársreikningum stjórnamálflokkanna frá árinu 2009. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir, Borgarhreyfingin og þinghópur Borgarahreyfingarinnar hafa allir skilað ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en Framsóknarflokkurinn á eftir að skila þannig að tölurnar hér að ofan eru settar fram með þeim fyrirvara.

Athygli vekur að á lista yfir þau fyrirtæki sem vörðu hvað mestu fjármagni til styrkja eru aðeins tvenn fyrirtæki sem ekki styrktu Sjálfstæðisflokkinn, Hagar og Samkaup.

Hagar styrktu Samfylkinguna og Vinstri græna um 300 þúsund krónur hvorn flokk á meðan Samkaup styrkti Samfylkinguna um 300 þúsund krónur og Vinstri græna um 20 þúsund krónur.

Að sama skapi var aðeins eitt fyrirtæki, Icelandair Group, á lista yfir þau fyrirtæki sem vörðu hvað mestu fjármagni til styrkja sem ekki styrkti Samfylkinguna. Icelandair Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna um 300 þúsund krónur hvort fyrirtæki.

Í Viðskiptablaðinu má sjá nánari úttekt um fjármál stjórnmálaflokkanna.