Áætlaður heildarkostnaður við áformað Háskólasjúkrahús nemur miklum mun hærri upphæð en áður hefur komið fram, eða um 120,6 milljörðum króna með virðisaukaskatti en um 97 milljörðum án hans á verðlagi 1. maí sl., samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Stærstu kostnaðarliðir eru kostnaður við byggingu, húsgögn og listaverk fyrir fyrstu fjóra áfanga verksins, sem er um 50,1 milljarður á verðlagi 1. maí; kostnaður við tækjabúnað fyrir sjúkrahúsið og lífvísindasetur um 13,5 milljarðar; kostnaður við geymslu/tæknirými fyrir sjúkrahús og lífvísindasetur um 11,1 milljarður og kostnaður við bílastæðahús um 5,3 milljarðar króna.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .