Íslenska gagnaversfyrirtækið atNorth hefur opnað nýtt gagnaver í Stokkhólmi í Svíþjóðar. Gagnaverið var reist frá grunni á 15 mánuðum, en framkvæmdir hófust í árslok 2020.

„Vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu atNorth er undirbúningur að stækkun gagnaversins þegar hafinn en fullbyggt mun gagnaverið verða 6.400 fermetrar að stærð,“ segir í fréttatilkynningu.

Sjá einnig: Milljarðaframkvæmd hafin í Stokkhólmi

Gagnaverið er hannað sérstaklega til að sinna ofurtölvuþjónustu og háþróuðum útreikningum fyrir gervigreindarlausnir, hermanir og áhættugreiningar fyrir sænska markaðinn og alþjóðleg fyrirtæki sem reiða sig á hámarks rekstraröryggi hýsingar í gagnaverinu.

atNorth var selt til svissneska fjárfestingafélagsins Partners Group. Fyrirtækið er nú að opna sitt þriðja gagnaver en fyrir rak það tvö gagnaver á Íslandi.

Afgangsvarmi hiti allt að 20 þúsund íbúðir

Gagnaverið nýtir varma frá tölvubúnaði til húshitunar í borginni. Gagnaverið stendur við hlið hitaveitu, sem gerir gagnaverinu kleift að skila varma frá tölvubúnaði sem hitaveitan nýtir til húshitunar á svæðinu.

Endurnýting á varma frá tölvubúnaði með loft- og vökvakælikerfum á að tryggir að afgangsvarmi er endurnýttur, í samstarfi við Stockholm Exergi. Staðsetning atNorth í næsta nágrenni við hitaveitunnar tryggir að afgangsvarminn geti hitað allt að 20.000 íbúðir.

Nýting varma í gagnaverum hefur verið við lýði um nokkurt skeið en nýja gagnaverið er stærsta slíka verkefni sem ráðist hefur verið í á heimsvísu, yfir 11 MW, að því er kemur fram í tilkynningunni.