Á fyrsta ársfjórðungi 2005 voru að meðaltali 4.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,0% vinnuaflsins samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Atvinnuleysið hefur dregist lítillega saman milli ára en á sama tímabili fyrir ári mældist atvinnuleysið 3,1%. Heildarfjöldi atvinnulausra stóð í stað milli tímabila en starfandi fjölgaði. Atvinnuþátttaka jókst um 0,9% og mælist nú tæplega 79,8%. "Svo virðist sem hagvöxt undanfarinna tveggja ára sé farinn að skila sér í fjölgun á vinnumarkaði," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar er bent á að framundan sé mikill hagvöxtur - bæði í ár og á næsta ári - og líklegt að hann færi með sér minna atvinnuleysi, aukna atvinnuþátttöku og spennu á vinnumarkaði með tilheyrandi launaskriði og kostnaðarverðshækkunum.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.