Atvinnuleysi í Portúgal varð 14% á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Komu fréttirnar hagfræðingum á óvart og er aukið atvinnuleysi vísbending um að hagræðingaaðgerðir sem gripið hefur verið til hafi meiri áhrif en gert var ráð fyrir. Portgölsk stjórnvöld þurfti að skera mikið niður í kjölfar lánveitinga til landsins.

Samtals voru 771 þúsund manns án vinnu á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og hækkaði atvinnuleysið í 14% en hafði verið 12,4%. Evrópusambandið hafði spáð 13,6% atvinnuleysi í lok síðasta árs og er sama spá fyrir árið 2012. Hagfræðingar sem vitnað er til í Wall Street Journal segja spárnar of bjartsýnar þar sem hagræðingaraðgerðir komi til með að hafa mest áhrif á þessu ári.