„Það er kominn tími á virka samkeppni á farsímamarkaði,” segir framkvæmdastjóri Nova en fyrirtækið býður 3G farsímanotendum fría notkun að andvirði 1.000 kr. á mánuði í eitt ár ef þeir koma í viðskipti til Nova. Öllum sem kaupa sér nýjan 3G farsíma hjá Nova býðst að nota símann endurgjaldslaust fyrir 2.000 kr. á mánuði þegar gengið er tilliðs við Nova.

Í tilkynningu frá Nova segir að fyrirtækið hyggst bjóða nýja viðskiptavini sem eiga 3G síma

velkomna með því að bjóða þeim fría notkun upp að 1.000 kr. á mánuði í eitt ár, flytji þeir númerið sitt yfir til Nova.

Fyrir þá sem ekki eiga 3G síma en vilja koma í viðskipti til Nova fylgir nú frí notkun upp að 2.000 kr. á mánuði í eitt ár. Með því að flytja viðskiptin yfir til Nova greiðir notandi 3G farsíma þannig 12 – 24 þúsund krónum minna fyrir farsímanotkun á ári.

Að auki er frítt fyrir alla viðskiptavini Nova að nota netið í farsímanum til 1.júní 2008.

Nova tók til starfa 1.desember sl. og hefur frá upphafi lagt áherslu á að bjóða lægra verð á 3G farsíma- og netþjónustu.

„Munurinn á GSM og 3G farsímaþjónustu liggur fyrst og fremst í meiri afkastagetu og auknum hraða 3G. Þar sem Nova sérhæfir sig í 3G farsímaþjónustu getur félagið boðið mun lægra verð en samkeppnisaðilarnir, enda löngu kominn tími á virka samkeppni á farsímamarkaði,” segir Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova í tilkynningunni.