Securitas-samstæðan skilaði 200,3 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 160,7 milljóna króna hagnað árið á undan. Velta stóð því sem næst í stað á milli ára og nam rúmum 3,7 milljörðum króna. EBITDA lækkaði úr 496,8 milljónum króna í 462,7 milljónir á milli ára, en fjármagnsliðir voru jákvæðir um 65 milljónir króna í fyrra. Þeir voru neikvæðir um 57,8 milljónir árið á undan og skýrir það að stórum hluta aukinn hagnað fyrirtækisins. Eignir samstæðunnar námu um síðustu áramót 2,1 milljarði króna, skuldir námu rúmum 1,4 milljörðum króna og eigið fé var því um 600 milljónir.

Stekkur fjárfestingarfélag í eigu Kristins Aðalsteinssonar hefur eignast meirihluta í félaginu og framtakssjóðurinn Edda slhf., sem er i stýringu hjá Virðingu, á 40% hlut.