Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,1% í 12134,68, sem er enn eitt metið við lokun markaðar á undanförnum dögum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ýtt undir áhyggjur um að verbólguþrýstingur gæti verið að aukast, en hefur þó gefið í skyn að hann muni ekki hækka stýrivexti í náinni framtíð.

Boeing lækkaði um 3,3%, í kjölfar þess að uppgjör fyrirtækisins sýndi að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hafði dregist saman um 31%. Symantec lækkaði um 7,4%, en uppgjör fyrirtækisins var undir væntingum.

Olíufatið hækkaði um 2,05 Bandaríkjadali og seldist á 61,40 dali á New York Mercantile Exchange.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 0,5% í 2356,59.

S&P 500 hækkaði um 0,4% í 1382,22.