Væntingavísitala Michiganháskóla í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð milli mánaða í apríl og hefur ekki verið lægri síðan árið 1982. Væntingavísitalan hefur nú lækkað þrjá mánuði í röð vestanhafs.

Væntingavísitalan er nú 62,6 stig en var 69,5 stig í mars. Samkvæmt könnun Reuters var gert ráð fyrir 63,2 stigum.

Ávallt er miðað við að 100 stig sé millipunktur. Ef vísitalan er undir 100 stigum er hún neikvæð en ef hún er yfir hundrað stigum er hún jákvæð.

Lægst hefur vísitalan farið í 62 stig en það gerðist í mars árið 1982 en þá var nokkur verðbólga í Bandaríkjunum auk þess sem mikill samdráttur var í efnahagslífinu. Annars hefur væntingavísitalan aldrei farið jafn nálægt 62 stigum og nú.