Bandaríski vínframleiðendur fluttu út vín fyrir 1,3 milljarða dala, jafnvirði rétt tæpra 190 milljarða króna, á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs. Þetta er tvö hundruð milljónum dala meira en árið 2010 og salan aldrei verið meiri, að því er fram kemur í netútgáfu bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times.

Riedel vínglös
Riedel vínglös
© vb.is (vb.is)

Upplýsingar liggja ekki fyrir um útflutning á bandarískum vínum í jólamánuðinum.

Blaðið bendir á að veikt gengi Bandaríkjadals og mjög mikil eftirspurn eftir bandarískum vínum í Asíu skýri málið.

Samkvæmt upplýsingum bandarískra vínframleiðenda var mest flutt út af léttvínum frá Kaliforníu eða um 20% af heildarframleiðslunni þar.

Meirihluti bandarískra vína endar í glösum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þangað voru seld vín fyrir tæpan hálfan milljarð dala á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Íbúar í Kanada einu saman drekka örlítið minna en allir í aðildarríkjunum ESB en sala þangað nam tæpum 350 milljónum dala í fyrra.

Á eftir fylgir útflutningur til Hong Kong, Japan og Kína. Útflutningur til landanna þriggja jókst að meðaltali um 43% á milli ára.