Bílsprengja var sprengd af sjálfsvígsprengjumanni í hverfi Shíta í Baghdad í morgun og felldi 11 manns að minnsta kosti. Var sprengjan sprengd á útimarkaði með grænmeti og ávexti í morgun þegar margir voru á ferli. Særðust auk þess 32 sem og margir bílar skemmdust.

Íslamska ríkið sökudólgurinn

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér en árásin ber öll merki hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið, einnig þekkt sem ISIS eða daesh.

Myrtu samtökin í síðustu viku meira en 300 manns í árásum sem var ein af mannskæðustu árásum sem gerðar hafa verið í landinu síðan innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Bandaríski herinn yfirgaf svo landið árið 2013. Samtökin nýttu sér veika innviði landsins eftir það og tóku yfir stóran hluta af Sunní-byggðum svæðum í norður og vesturhluta þess sumarið 2014.

Undirbúa að endurheimta Mosul

Á mánudag sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter í heimssókn til landsins að Bandaríkin muni senda 560 hermenn til Írak til að hjálpa ríkisstjórninni í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið.

Munu hersveitirnar koma til landsins á næstu vikum en meginhlutverk þeirra verður að taka í gagnið herflugvöll sem her Íraks tókst að vinna aftur úr höndum hryðjuverkasamtakanna fyrr í mánuðinum. Verður hann notaður í væntanlegri árás til að endurheimta Mosúl, næststærstu borg landsins úr höndum samtakanna.